MYLAPS / ChampionChip

Hvernig virkar þessi tækni?

Tækin sem Tímataka.net notast við er frá MYLAPS í Hollandi sem áður hét ChampionChip. Tæknin á bakvið tækin er búin að vera í þróun hjá þessu fyrirtæki í yfir 20 ár og er eitt elsta fyrirtækið í þessum bransa í heiminum í dag.

ChampionChip tæknin hefur t.d. verið notað í Reykjavíkurmarþoninu síðustu ár og verður engin breyting á því í komandi framtíð ef miðað er við reynslu af tækjunum.

Gul ChampionChip tímatökuflaga

Tæknin virkar þannig að hlaupari fær úthlutaða flögu svipaðri þeirri sem sést hér til hliðar sem hann festir á skó eða festir utan um öklann með öklabandi ef því er úthlutað af keppnishaldara. Mikilvægt er að flagan sé ekki staðsett mikið fyrir ofan ökla á keppanda.

Í hjólreiðakeppnum er flagan fest á framgafal með sérstakri smellu en mikilvægt er að flagan liggi ekki upp við járn (eða ál).

Sérstakar mottur eru settar upp í brautinni sem virka eins og einskonar loftnet sem virkjar flögu hvers keppanda sem sendir við það skilaboð frá sér með sýnum kóða. Kóðinn er svo sendur áfram í tæki sem vinnur úr gögnunum.

Motturnar eru alltaf staðsettar á marklínu en einnig er í sumum tilfellum settar upp mottur á ráslínu og er þá verið að taka svokallaðan flögutíma. Flögutími er ekki löglegur úrslitatími í götuhlaupum heldur er alltaf stuðst við byssutíma í þeim hlaupum. Einnig eru dæmi um að mottur séu settar upp í miðri brautinni til að fá millitíma keppanda.

Motturnar geta verið í nokkrum útfærslum og eru yfirleitt rauðar eða gráar á litinn.

Motta sendir út skilaboðFlaga sendir svar til baka
Championchip Digicase

Gulu boxin sem motturnar eru tengdar við eru heilinn á bakvið tímatökuna. Boxin eru búin tækni til að lesa flögunúmer keppanda og hengja á hana tímasetningu. Tækin eru svo tengd við tölvu og notasta tímataka.net við sérsmíðaða lausn við úrvinnslu á gögnum frá tækjunum.

Sérsmíðaða lausnin frá Tímataka.net gerir okkur kleyft að vinna úrslit á einfaldan máta ásamt því að birta úrslit beint á netið og jafnvel að senda keppanda SMS um leið og keppandi fer yfir marklínuna.